Grípandi spennutryllir sem selst hefur í yfir 7 milljón eintökum um allan heim.
Árið er 1942 og seinni heimsstyrjöldin er í hámarki. Alex Wolff ferðast yfir Sahara-eyðimörkina og kemur til Kaíró með eintak af Rebekku eftir Daphne du Maurier undir handleggnum. En Wolff er ekki einhver þýskur ferðamaður, heldur er hann njósnari sem gengur undir dulnefninu Sfinxinn og býr yfir leyndarmáli sem gæti breytt gangi stríðsins svo um munar. Aðeins tvær manneskjur í allri Kaíró geta stoppað hann; breskur liðsforingi sem enginn tekur mark á og ung stúlka af gyðingaættum í viðkvæmri stöðu. En mun þeim takast ætlunarverk sitt?
Árið 1985 kom út sjónvarpsmynd í tveimur hlutum byggð á bókinni undir upprunalega titlinum, The Key to Rebecca.
Ken Follett er breskur metsöluhöfundur. Af þeim 37 titlum sem hann hefur ritað hafa selst yfir 195 milljón eintök á 40 tungumálum í fleiri en 80 löndum. Hann fæddist í Cardiff í Wales árið 1949 og lærði heimspeki á sínum yngri árum áður en hann fór að starfa sem blaðamaður. Árið 1978 skaust hann upp á stjörnuhimininn með bók sinni Nálarauga (Eye of the Needle). Hann hefur ritað mikið af sögulegum skáldsögum, en ein sú vinsælasta er bókin Pillars of the Earth, sem var gerð að sjónvarpsþáttaröð árið 2010. Ken dáir tónlist næstum jafn mikið og bækur og spilar gjarnan á bassagítar. Hann býr í Herefordshire í Englandi með konu sinni Barböru, en þau eiga saman fimm börn, sex barnabörn og þrjá labradora. Hann er virkur í ýmiss konar góðgerðastarfsemi og var formaður Dyslexia Action í áratug.
Editeur : Saga Egmont International
Publication : 22 août 2024
Intérieur : Noir & blanc
Support(s) : Livre audio [MP3]
Contenu(s) : MP3
Protection(s) : Aucune (MP3)
Taille(s) : 589 Mo (MP3)
Langue(s) : Islandais
EAN13 Livre audio [MP3] : 9788727151366
Nicolas Kluger, Alexandra RAILLAN
14,99 € 7,99 €