Konur í Víngarðinum inniheldur tvö verk Guðrúnar Lárusdóttur (1880-1908). Systurminningar (1929) og Andleg starfsemi kvenna (1928). Fjalla verkin tvö um hlutverk og líf kvenna. Fyrra verkið ber titilinn Systurminning og segir frá Valgerði Lárusdóttur, söngkonu, prestsdóttur og systur Guðrúnar Lárusdóttur. Hún lærði söng í Kaupmannahöfn en veiktist ung af berklum. Hér segir Guðrún frá Valgerði og lífshlaupi hennar í nokkurs konar minningargrein. Andleg starfsemi kvenna er erindi sem Guðrún Lárusdóttir hélt á safnaðar- og rannsóknarnefndarfundi árið 1928. Þar stiklar hún á stóru um hlutverk kvenna í trúmálum þess tíma. Staða og hlutverk konunnar var eitt af ástríðumálum Guðrúnar Lársudóttur og ber þetta rit þess merki að henni þótti samferðakonur sínar sinna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Hér veitir hún lesendum innsýn í líf samtímakvenna sinna og þeim þrautum sem tilveran bauð þeim upp á.
Guðrún Lárusdóttir fæddist árið 1880 í Fljótsdal og lést í bílslysi árið 1938. Hún var einn afkastamesti kvenrithöfundur landsins um skeið og þótti andlát hennar mikill missir fyrir íslenska menningu. Fólk beið eftirvæntingarfullt eftir verkum hennar sem voru mikið lesin.
Guðrún var önnur konan til að sitja á Alþingi, á ferli sínum lagði hún mikla áherslu á velferðarmál með því að beita sér fyrir styrkjum til kvennasamtaka. Einnig starfaði Guðrún sem fátækrafulltrúi Reykjavíkur um skeið. Frammistaða hennar í stjórnmálum var einstök, þegar hún sat á lista gaf hún út sína eigin stefnuskrá til að leggja áherslu á þau gildi og þær hugsjónir sem hún hafði umfram stefnu flokksins. Hún átti viðburðaríka ævi og lagði sig fram við að gefa til samfélagsins. Hún starfaði sem rithöfundur og skrifaði sextán verk yfir ævina, einnig þýddi hún verk úr dönsku, þýsku og ensku. Verk hennar bera þess merki að vera eftir konu með samfélagslegt innsæi.
Editeur : Saga Egmont International
Publication : 30 mai 2024
Intérieur : Noir & blanc
Support(s) : Livre audio [MP3]
Contenu(s) : MP3
Protection(s) : Aucune (MP3)
Taille(s) : 43,3 Mo (MP3)
Langue(s) : Islandais
EAN13 Livre audio [MP3] : 9788727183992
6,99 € 5,99 €