Suivre l’actualité de ce titre (promotion, parution...)

Résumé

Fátækt kom fyrst út árið 1949 í ritsafni Guðrúnar Lárusdóttur. Hér er fylgst er með hvernig slæm efnahagsstaða verkar á líf einstaklinga og hvert eðli hennar er. Henni er fylgt allt frá ákvörðunum fátæktarnefndar til einstaka heimili sem við hana glíma. Fátækt fylgir barnæsku Ellu. Ella er dóttir einstæðrar móður og þegar sagan hefst eru þær heimilislausar. Þær kynnast Jóni Árnasyni fátæktarfulltrúa Reykjavíkur og með aðstoð hans byrja smám saman að koma undir sig fótunum og finna sér betra líf. Höfundur sögunnar, Guðrún Lárusdóttir, þekkti sérstaklega vel til fátæktar síns samtíma þar sem hún gegndi hlutverki fátæktarfulltrúa í Reykjavík og barðist þar fyrir betri kjörum bágstaddra. Hér veitir hún innsýn inn í lífshlaup fátækra barna í upphafi 20. aldar á Íslandi.idden /title /head body center h1 403 Forbidden /h1 /center /body /htmlGuðrún Lárusdóttir fæddist árið 1880 í Fljótsdal og lést í bílslysi árið 1938. Hún var einn afkastamesti kvenrithöfundur landsins um skeið og þótti andlát hennar mikill missir fyrir íslenska menningu. Fólk beið eftirvæntingarfullt eftir verkum hennar sem voru mikið lesin. Guðrún var önnur konan til að sitja á Alþingi, á ferli sínum lagði hún mikla áherslu á velferðarmál með því að beita sér fyrir styrkjum til kvennasamtaka. Einnig starfaði Guðrún sem fátækrafulltrúi Reykjavíkur um skeið. Frammistaða hennar í stjórnmálum var einstök, þegar hún sat á lista gaf hún út sína eigin stefnuskrá til að leggja áherslu á þau gildi og þær hugsjónir sem hún hafði umfram stefnu flokksins. Hún átti viðburðaríka ævi og lagði sig fram við að gefa til samfélagsins. Hún starfaði sem rithöfundur og skrifaði sextán verk yfir ævina, einnig þýddi hún verk úr dönsku, þýsku og ensku. Verk hennar bera þess merki að vera eftir konu með samfélagslegt innsæi.

Auteur

Auteur(s) : Guðrún Lárusdóttir

Caractéristiques

Editeur : Saga Egmont International

Auteur(s) : Guðrún Lárusdóttir

Publication : 17 avril 2023

Intérieur : Noir & blanc

Support(s) : Livre numérique eBook [ePub]

Contenu(s) : ePub

Protection(s) : Marquage social (ePub)

Taille(s) : 287 ko (ePub)

Langue(s) : Islandais

EAN13 Livre numérique eBook [ePub] : 9788728569221

Les promos du moment

--:-- / --:--