Résumé
„Saga hans er saga þjóðar hans og samtímis" segir í fyrsta af fimm bindum um ævisögu Jón Sigurðssonar sem fæddist þann 17. júní árið 1811. Það bar snemma á gáfum og fróðleiksþorsta Jóns en hann fluttist ungur úr foreldrahúsum til að ljúka stúdentsprófi í Reykjavík og þaðan til Kaupmannahafnar til að leggja stund á háskólanám. Hér fá lesendur innsýn í æsku og uppvöxt Jóns á Hrafnseyri, þátttöku hans í félagsstörfum, persónulega hagi og félagslíf. Dregin er upp lýsandi mynd af aðstæðum á Íslandi þess tíma og störfum Jóns í þágu þjóðfélagsmála. Jón Sigurðsson I-V er ævisaga þjóðarhetju og leiðtoga Íslands í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Ævisagan var upprunalega gefin út í fimm bindum af Hinu Íslenzka Þjóðvinafélagi í Reykjavík á árunum 1929-1933. Verkið er viðamikið og gefur innsýn í afdrifaríka ævi Jóns Sigurðssonar og sjálfstæðisbaráttuna við Dani. Höfundur bókanna er Páll Eggert Ólason. Páll Eggert Ólason (1883-1949) var íslenskur doktor og prófessor í sagnfræði. Eftir stúdentsprófið lauk hann embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands og hlaut síðar doktorsnafnbót fyrir rit sitt um Jón Arason. Páll sinnti fjölbreyttum störfum í gegnum tíðina en þar má helst nefna stöðu bankastjóra Búnaðarbankans, skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins og bæjarfulltrúa í Reykjavíkurborg. Þekktastur er Páll þó fyrir fræða- og ritstörf sín sem skipuðu stóran sess á starfsferli hans. Hann var afkastamikill rithöfundur enda fróður um sögu Íslands og afar leikinn við heimildavinnu. Ritverk hans eru bæði yfirgripsmikil og efnisrík en meðal þeirra eru samantekt á Íslenzkum æviskrám, Ævisaga Jóns Sigurðssonar I-V og Menn og menntir siðaskiptaaldarinnar á Íslandi I-IV.
Auteur
Auteur(s) : Páll Eggert Ólason
Caractéristiques
Editeur : Saga Egmont International
Auteur(s) : Páll Eggert Ólason
Publication : 22 mars 2023
Support(s) : Livre numérique eBook [ePub]
Protection(s) : Marquage social (ePub)
Taille(s) : 573 ko (ePub)
EAN13 Livre numérique eBook [ePub] : 9788728281864