„Margslungin og eftirminnileg afbrot sem halda lesandanum við efnið“
Hér fá unnendur glæpasagna innsýn í þrjú raunsönn sakamál sem hafa skekið heimsbyggðina. Farið er í saumana á atburðarás hinnar hrottafengnu og banvænu árás á Önnu Lindh, þáverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar. Þá er sagt frá hinu örlagaríka kvöldi þegar syni Lindbergh hjónanna var rænt í skjóli nætur og úr varð eitt eftirminnilegasta afbrot 20. aldarinnar.
Að lokum er fjallað um grimmdarverk eins alræmdasta glæpamanns í sögu Bandaríkjanna, Charles Manson, og hvernig hann stóð á bak við morðið á leikkonunni Sharon Tate, sem fylgjendur hans frömdu.
Í bókunum „Norræn sakamál” segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
Höfundar frásagnanna í samantekt þessari eru: Christer Nilsson, Dan Boija, Magnus Osvald, Mikael Schönoff, Seppo Sillanpää og Per Dackén.
Editeur : Saga Egmont International
Publication : 14 novembre 2024
Intérieur : Noir & blanc
Support(s) : Livre audio [MP3]
Contenu(s) : MP3
Protection(s) : Aucune (MP3)
Taille(s) : 183 Mo (MP3)
Langue(s) : Islandais
EAN13 Livre audio [MP3] : 9788727206851
6,99 € 5,99 €