„Á Síðunni var um þessar mundir mikið um fyrirburðasögur. Mörg ár undanfarið höfðu ókennilegar vatnavættis sézt í Feðgakvísl í Meðallandi. Nú bárust líka heldur en ekki mergjaðar sögur af skrímsli, sem lágu í Hólmsá. Sögur gengu miklar um rauðan sjó við Vestmannaeyjar.”
Sögur frá Skaftáreldi er fyrsta sögulega skáldsaga Jóns Trausta. Hér eru Skaftáreldar, eldgos sem stóð frá 1783 - 1784, sögusviðið en samhliða náttúruvá glíma sögupersónur við miklar ólgur í sínu persónulega lífi. Þessi tvíræða og margbrotna skáldsaga er bæði fróðleg og skemmtileg, sérstaklega fyrir lesendur sem hafa áhuga á jarðhræringum, sögulegum skáldsögum og sögu Íslands.
Jón Trausti er skáldanafn Guðmundar Magnússonar. Hann ólst upp við fátækt hjá foreldrum sem voru í Húsmennsku. Eftir fermingu lærði hann prentiðn og í kjölfar þess fékk fátæki sveitadrengurinn fjölmörg tækifæri. Hann gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1899 og átti farsælan feril sem rithöfundur en sumir telja hann vera fyrsta metsöluhöfund Íslands. Árið 1918 var Guðmundur meðal þeirra 484 Íslendinga sem létust úr spænsku veikinni.
Editeur : Saga Egmont International
Publication : 13 décembre 2023
Intérieur : Noir & blanc
Support(s) : Livre numérique eBook [ePub]
Contenu(s) : ePub
Protection(s) : Marquage social (ePub)
Taille(s) : 768 ko (ePub)
Langue(s) : Islandais
EAN13 Livre numérique eBook [ePub] : 9788728281604
6,99 € 5,99 €