Kvennamorðklúbburinn kemur aftur saman, nú til að takast á við hættulegri glæpamann en þær hafa nokkru sinni áður komist í tæri við.
Röð morða í San Francisco virðast ótengd í fyrstu en Lindsay Boxer rannsóknarlögreglukona skynjar fljótt rauða þráðinn sem tengir þau saman. Hún hóar því í Kvennamorðklúbbinn; blaðakonuna Cindy Thomas, aðstoðarsaksóknarann Jill Bernhardt og réttarmeinafræðinginn Claire Washburn og saman uppgötva þær hvað fórnarlömb morðanna eiga sameiginlegt. Morðinginn er með þeim grimmdarlegri sem þær hafa tekist á við, bæði saman og hver í sínu lagi. Mun þeim takast að koma höndum yfir hann?
Árið 2007 voru gerðir sjónvarpsþættir sem byggðu á bókunum og báru sama nafn.
Kvennamorðklúbburinn
Kvennamorðklúbburinn er röð spennusagna eftir James Patterson. Þær eiga það allar sameiginlegt að gerast í San Francisco og innihalda sömu fjórar aðalpersónurnar, konur sem láta ekkert stoppa sig til að réttlætið nái fram að ganga.
Bókin fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum hjá notendum Goodreads.
James Patterson er bandarískur metsöluhöfundur fæddur árið 1947. Bækur hans hafa selst í hundruðum milljóna eintaka. Patterson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál. Patterson kýs að gefa aftur til samfélagsins með því að styrkja verkefni sem efla læsi í skólum víða um Bandaríkin.
Andrew Gross er bandarískur rithöfundur, best þekktur fyrir samstarfsverkefni sín með James Patterson. Þar á meðal eru tvær bækur í ritröðinni Kvennamorðklúbburinn.
Editeur : Saga Egmont International
Publication : 21 novembre 2023
Intérieur : Noir & blanc
Support(s) : Livre numérique eBook [ePub]
Contenu(s) : ePub
Protection(s) : Marquage social (ePub)
Taille(s) : 717 ko (ePub)
Langue(s) : Islandais
EAN13 Livre numérique eBook [ePub] : 9788728542057