„Þegar fortíðin bankar upp á, fyrirvaralaust“
Bettína Brams hefur ávallt fundið drifkraft í að sinna góðgerðarmálum og ljá þeim hjálparhönd sem bágt eiga. Eiginmanni hennar til þriggja ára, Árna Brams, þykir góðmennska konu sinnar oft tilgerðarleg og saknar athygli hennar heima við. Eina afdrífaríka nótt snúast spilin þó við þegar Árni bjargar stúlku í nauð sem Bettína mætir með kulda og andúð. Gáttaður á viðbrögðum konu sinnar, undrar Árni sig á hvað liggur að baki og íhugar hversu vel í raun hann þekkir hana.
Rauðu ástarsögurnar
Rauðu ástarsögurnar samanstanda af rómantískum skáldsögum úr smiðju Erling Poulsen. Bækurnar innihalda jafnan ævintýralegar sögur þar sem staðarhættir margvíslegra borga um allan heim spila stórt hlutverk. Rómantíkin fléttast gjarnan við ferðalög en einnig dramatískar glæpasenur og leyndarmál sem býr til áhugverðan kokteil fyrir lesendur sem vilja gleyma sér í amstri hins daglega lífs.
Erling Poulsen (1919-1995) var danskur blaðamaður og rithöfundur. Hann skrifaði fjölda skáldsagna í flokki afþreyingarbókmennta, sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Ásamt því að skrifa undir eigin nafni notaðist Poulsen einnig við dulnefnin Bodil Forsberg og Else-Marie Nohr. Þekktasta skáldaga hans er „Drømmen om det hvide slot“, sem var gerð að kvikmynd árið 1962 undir leikstjórn Anker Sørensen.
Editeur : Saga Egmont International
Publication : 23 novembre 2023
Intérieur : Noir & blanc
Support(s) : Livre numérique eBook [ePub]
Contenu(s) : ePub
Protection(s) : Marquage social (ePub)
Taille(s) : 410 ko (ePub)
Langue(s) : Islandais
EAN13 Livre numérique eBook [ePub] : 9788728353806