Suivre l’actualité de ce titre (promotion, parution...)

Résumé

Bindindissögur, eins og titillinn gefur til kynna, fjallar um áfengi og edrúmennsku á 20. öldinni. Hér eru fimm sögur sem eiga allar sameiginlegt þema. Bindindismennska þótti mikil dygð á 20. öldinni og strengdi fólk gjarnar bindindisheit af trúarlegum ástæðum. Sumar í sveitinni fjallar um Pál, hann er efnilegur og góður unglingur sem berst við að taka góðar ákvarðanir þegar hann gengur í gegnum viðkvæman tíma. Freistingar - Sigur er frásaga úr lífi drykkjumanns sem snertir á fjölskyldulífi og ást. Bón Fannýjar fjallar um verðandi brúður sem biður unnusta sinn að leggja niður bindindi sitt í eitt kvöld til þess að skála í brúðkaupinu. Gamla sagan og Úrfestin eru jólasögur sem fjalla um áfengisneyslu í kringum jólahátíðirnar. Hér veitir Guðrún Lárusdóttir (1880-1938) innsýn í samfélagsmál á 20. öldinni, hún var trúrækin prestsdóttir sem kynnti sér fjölmörg samfélagsmál á ferli sínum sem stjórnmálakona og rithöfundur. Guðrún Lárusdóttir fæddist árið 1880 í Fljótsdal og lést í bílslysi árið 1938. Hún var einn afkastamesti kvenrithöfundur landsins um skeið og þótti andlát hennar mikill missir fyrir íslenska menningu. Fólk beið eftirvæntingarfullt eftir verkum hennar sem voru mikið lesin. Guðrún var önnur konan til að sitja á Alþingi, á ferli sínum lagði hún mikla áherslu á velferðarmál með því að beita sér fyrir styrkjum til kvennasamtaka. Einnig starfaði Guðrún sem fátækrafulltrúi Reykjavíkur um skeið. Frammistaða hennar í stjórnmálum var einstök, þegar hún sat á lista gaf hún út sína eigin stefnuskrá til að leggja áherslu á þau gildi og þær hugsjónir sem hún hafði umfram stefnu flokksins. Hún átti viðburðaríka ævi og lagði sig fram við að gefa til samfélagsins. Hún starfaði sem rithöfundur og skrifaði sextán verk yfir ævina, einnig þýddi hún verk úr dönsku, þýsku og ensku. Verk hennar bera þess merki að vera eftir konu með samfélagslegt innsæi.

Auteur

Auteur(s) : Guðrún Lárusdóttir

Caractéristiques

Editeur : Saga Egmont International

Auteur(s) : Guðrún Lárusdóttir

Publication : 17 avril 2023

Intérieur : Noir & blanc

Support(s) : Livre numérique eBook [ePub]

Contenu(s) : ePub

Protection(s) : Marquage social (ePub)

Taille(s) : 215 ko (ePub)

Langue(s) : Islandais

EAN13 Livre numérique eBook [ePub] : 9788728569252

Les promos du moment

--:-- / --:--