Résumé
Stúlkan Inga er reglulega illt og óprúttið barn. Hún iðkar það að kvelja þá sem minna mega sín, auk þess sem drambsemi hennar er svo mikil að hún sér ekki sólina fyrir sjálfri sér. Er hún vex úr grasi versnar hún um allan helming, en þar sem hún er einstaklega fríð sýnum fyrirgefst henni margt. Dag einn er hún á leið í heimsókn til foreldra sinna. Meðferðis hefur hún brauð sem húsmóðir hennar hefur gefið henni til að færa fátækri móður sinni. Kemur hún þá að forarpolli og óar við að óhreinka skóna sína fínu. Bregður hún á það ráð að kasta brauðinu í pollinn til að stíga á það. Ekki vill þó betur til en svo að hún sekkur á bólakaf og lendir í brugghelli mýrarkonunnar. Þar eru staddir heldur en ekki merkir gestir, þau kölski og amma hans. Sú gamla krefst stúlkunnar Ingu sér til handa, og hefst þá píslarvist hennar í helvíti. En á drambsama stúlkan afturkvæmt?Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Auteur
Auteur(s) : H.c. Andersen
Caractéristiques
Editeur : Saga Egmont International
Auteur(s) : H.c. Andersen
Publication : 24 juin 2020
Support(s) : Livre numérique eBook [ePub]
Protection(s) : Marquage social (ePub)
Taille(s) : 236 ko (ePub)
EAN13 Livre numérique eBook [ePub] : 9788726237566